Gjá hefur myndazt milli þess, sem Gylfi Magnússon ráðherra segir og þess, sem viðmælendur mínir segja. Þeir segja: Ríkisstjórnin hefur ekki slegið skjaldborg um heimilin. Hann segir: Ríkisstjórnin hefur nú þegar slegið fína skjaldborg um heimilin. Ég er of lélegur í kollinum til að úrskurða, hver hafi rétt fyrir sér. Gylfi segir flesta nú þegar geta staðið í skilum og rekur, hvernig það hafi gerzt. Hinir segjast vera alveg að drepast og hugsa um það eitt að flýja land. Um tvennt er að ræða. Annað hvort búa viðmælendur mínir í hinum fræga fílabeinsturni eða Gylfi býr þar. Ég veit ekki hver.