Fátt er það, sem lyftir lýðræði yfir annars konar þjóðskipulag. Hvorki er það hagkvæmt né viturlegt í framkvæmd, því að kjósendur eru yfirleitt ekki hæfir. Eini áþreifanlegi kostur lýðræðis er, að kjósendur geta ekki kennt öðrum en sjálfum sér um ófarir sínar. Hafi pólitíkusar staðið sig illa, til dæmis eins og á Íslandi, er ábyrgðin hjá vanhæfum kjósendum. Þeir flykkjast að sölumönnum snákaolíu og lýðskrumurum, sem hér eru á hverju strái. Það er eins og kjósendur séu með takka, sem pólitíkusar spila á eins og hljóðfæri. Við annars konar skipulag getur fólk hins vegar kennt öðrum um ófarir sínar.