Einka-saman-frelsi-afskipti

Punktar

Áður var stjórnmálaskoðunum skipt á hægri-vinstri eða einka-saman ás. Síðar kom annar ás, hornrétt á hinn, frelsis-afskipta ás. Stalín flokkaðist þá saman-afskipta, Thatcher einka-afskipta, Pinochet einka-frelsis og Gandhi saman-frelsis. Píratar eru flestir í saman-frelsis hólfi, stutt frá Gandhi. Færri þeirra eru í einka-frelsis hólfi. Langt er milli Ayn Rand-hyggju hægri ungliða og Chomsky-hyggju vinstri ungliða. Heimdallur er heimahöfn þeirra, sem vilja auka einka-frelsi og afnema reglur, sem „hefta framtak“. Píratar eru þá væntanlega heimahöfn hinna, sem vilja taka saman höndum um að dreifa gæðum lífsins, stunda saman-frelsi. En líklega eru víddirnar fleiri en þessar tvær.