Samkvæmt dómi Hæstaréttar er kaupleiga eins og hver önnur lántaka. Í stað þess að skilgreina lánið sem lán er búin til lagatæknilegur orðhengill um kaupleigu til að falsa bókhaldið. Orðið einkaframkvæmd er sama eðlis, frá lagatæknum komið til að fela lántökur. Endurgreiða þarf einkaframkvæmd eins og hvert annað lán, svo sem Álftnesingar ráku sig á. Þegar ríkið setur Vaðlaheiðargöng og fangelsi í Hólmsheiði í einkaframkvæmd, er það að taka dýr lán framhjá bókhaldi. Og getur ekki lengur falið lántökuna fyrir ríkisbókhaldinu, því að Hæstiréttur hefur úrskurðað, að þetta séu lán.