Einkalíf opinberrar persónu

Punktar

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur snúið við fyrri dómi sínum um Karólínu prinsessu af Mónakó. Þýzkt blað hafði birt mynd af henni á veitingahúsi og hún talið það vega að einkalífi sínu. Þýzkir dómstólar höfðu vísað málinu frá, þar sem Karolína er opinber persóna. Mannréttindadómstóllinn hefur nú komizt að sömu niðurstöðu. Þetta skiptir miklu fyrir tjáningarfrelsið. Hér á landi dæmdu dómarar um skeið í einkalífsmálum undir vondum áhrifum frá fyrri Karlólínudómi. Nú má reikna með, að aftur komizt inn heilbrigð skynsemi í meðferð dómara á meintu einkalífi opinberra persóna. Ekki er vanþörf á því.