Hef aldrei skilið þá hugsun, að peningar séu einkalíf fólks eða eigi sér sitt einkalíf. Enn síður get ég skilið, að fyrirtæki séu persónur eða lögpersónur, sem eigi sér sitt eigið einkalíf. Með slíku er verið að reyna að jafnsetja dauða hluti lifandi fólki. Markmiðið er oftast að bregða hulu yfir svindl og svínarí, hækkun í hafi, skattaskjól og aflandseyjar, eða pólitíska bófaflokka. Sú útgáfa einkalífs stríðir gegn gegnsæi samfélagsins og upplýsingafrelsi. Gegnsæi byggist á „follow the money“. Þess vegna geta peningar og skúffufélög eða lögpersónur ekki haft neitt einkalíf. Því er Persónuvernd í ruglinu.