Einkalífið í Amsetten

Punktar

Í tólf ár bjó Alfred Dubanovsky ofan við kjallarann í húsi Josef Fritzl. Heyrði undarleg hljóð upp úr kjallaranum og varð var við undarlega hegðun húseiganda um kvöld og nætur. Fritzl bannaði honum að hnýsast. Dubanovsky hlýddi, enda taldi hann þetta vera einkamál Fritzl. Hundrað manns bjuggu á ýmsum tímum í húsinu. Hneykslið í Amsetten er dæmigert fyrir samfélag, sem bannar forvitni nágranna. Samfélag, sem setur einkalífið á stall. Samfélag Austurríkis og Norðurlandanna, þar á meðal Íslands. Frá Noregi berast þær fréttir, að sifjaspell séu algeng. Í skjóli einkalífs. Enginn spyr neins.