Einkamál óráðsíumanna

Punktar

Formaður hagsmunasamtaka þeirra, sem ég kýs að kalla óráðsiufólk, getur ekki haft sitt óhóf sem einkamál. Fjármál Marinós G. Njálssonar eru raunar dæmi um ruglið, sem hagsmunasamtökin, Hreyfingin og Framsókn berjast fyrir: Að skattgreiðendur borgi fyrir hátekjufólk. Nóg er komið af því. Við þurfum bara sértækar aðgerðir fyrir þá, sem þurfa gjaldþrot. Ekki afskriftir af skuldum hátekjufólks nema sem þátt í gjaldþroti þeirra. Íslendingar hafa ætíð verið óráðsíufólk. Hér hefur fólk alltaf orðið gjaldþrota. En einfalt mál flækist af linkind stjórnvalda gagnvart bankabófum og bófavinum þeirra.