Einkarekinn viðbjóður

Punktar

Einkarekstur mötuneyta er í tízku. Á spítölum, í skólum og á elliheimilum. Við sjáum sýnishornin í stöðugum straumi ljósmynda á fésbók. Við sjáum lambakjöt í fjórum litum, dularfullar kássur og annað ógeð, sem ekki er hundum bjóðandi. Hvað þá börnum, sjúkum og gömlum. Það er nánast lögmál, að einkaaðilar spara gæðin til hins ýtrasta. Einkum þar sem „eftirlitsiðnaður“ hins opinbera er af skornum skammti. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði hljóp þá fyrst upp til handa og fóta, þegar sönnunargögnin birtust á fésbók. Hvet fólk til að birta sem tíðast myndir af einkareknum mat á stofnunum. Leiðin til að lækna fólk af einkafárinu.