Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur bloggar forvitnilega og kveður oft fast að orði. Segir listgerninginn í Feneyjum vera fallinn í hendur Sverris Agnarssonar. Söfnuður múslima þar í borg kvartar um, að Sverrir rjúfi samning um, að ekki sé beðizt fyrir í moskunni/kirkjunni. Múslimar segja Sverri spilla ágætu samstarfi múslima við borgaryfirvöld. Engan miðil hef ég séð sannreyna valdatöku Sverris. Sjálfur hef ég bara séð fréttina í CORRIERE DEL VENETO um kvörtun múslima. Kanna þarf, hvort Sverrir tók völdin af Goddi listpáfa. Og efni prívat í nafni Íslands til átaka við friðsama múslima í hópi Feneyinga.