Greiðslur Sjúkratrygginga til sérgreinalækna á einkastofum þrefölduðust frá aldamótum, meðan greiðslum til Landspítalans var haldið niðri. Á því tapaði ríkið fimm milljörðum á ári, auk þess sem greiðslur sjúklinga jukust um tvo milljarða á ári. Niðurskurður spítalans heldur áfram árið 2016. Markvisst er stefnt að því, að fátækir sitji á hakanum, en vel stæðum veitt full þjónusta gegn aukagjaldi. Ameríkanísering heilsunnar. Vestanhafs er heilsukostnaður tvöfaldur á við Vestur-Evrópu, en þjónar samt bara hálfri þjóð. Einkavæðingin er núna sprungin að sinni, því ríkið hefur ekki ráð á enn meira græðgissukki.