Einkasýning hrossa

Punktar

Thorstein Reisinger ræktar íslenzk hross í Pfaffenbuck í Þýzkalandi. Á hverju vori heldur hann einkasýningu kynbótahrossa heima hjá sér. Þar sýnir hann öll hrossin sjálfur, á sum þeirra sjálfur og hefur alltaf sömu þýzk-austurrísku dómarana. Öll fá þessi hross góða dóma, yfirleitt 1. eða 2. verðlaun. Þessar háu tölur ganga svo inn í reikning íslenzkra bænda á kynbótagildi hrossa samkvæmt sérstöku reikningskerfi, sem heitir blöpp eða blöff. Ýmsar aðferðir efla erfðir hrossa og þessi hlýtur að teljast ein hin merkasta.