Einkavædda einokunin

Punktar

Eins og Strætó er Isavia orðin að auglýsingu um mislukkaða hlutafélagavæðingu opinberra stofnana. Strætó varð sér til skammar í flutningi fatlaðra og frekju bílstjóra gagnvart minni máttar. Isavia rukkaði leigubílstjóra um aðstöðugjald og breytti Leifsstöð úr flugstöð í verzlunarfangelsi með of fáum sætum. Á báðum stöðum láta froðufellandi græðgispúkar sig engu skipta um hag fólks, enda sitja þeir að einokun. Enginn einokun er eins skelfileg og einkavinavædd ríkiseinokun og borgareinokun. Þrátt fyrir reynslu er enn verið að þrýsta opinberum rekstri yfir í hlutafélög og einkavinarekstur. Það er hraðasta leiðin til helvítis.