Einkavæðing heilsunnar

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn einkavæðir í heilsugæzlunni með því að bæta við tveimur einkavæddum stöðvum. Fjármagnar þær með að lækka greiðslur til þeirra stöðva, sem fyrir eru. Einkavæðir sjúkrahúsaðgerðir með því að draga úr greiðslum til Landspítalans. Greiða í staðinn til einkastöðva úti í bæ. Í því skyni beitir Flokkurinn fyrir sig Sjúkratryggingum Íslands. Það er opinber stofnun undir stjórn fanatísks einkavæðingarsinna, Steingríms Ara Arasonar. Rekur stofnunina eins og sértrúarsöfnuð einkavæðingar. Til að rýma fyrir einkastöðvum eru stóru ríkisstofnanirnar fjársveltar, einkum Landspítalinn. Eykur kostnað sjúklinga.

Eitraða blandan