Einkavæðing úr hófi

Punktar

Sátt um heilbrigðiskerfið fór að bila á síðasta áratug síðustu aldar. Vikið var frá norrænni velferð með greiðsluaðild í lyfjum og einkastofum sérfræðinga. Var talið mundu efla „kostnaðarvitund“ sjúklinga. Smám saman var aðild aukin, unz fólk neitaði sér um lyf og þjónustu. Eftir hrunið varð kostnaðaraðildin þungbær vegna aukinnar fátæktar. Einnig var þrýst á einkavæðingu. Græðgi jókst, svo sem frægt varð í sjúkrahóteli Albaníu-Ásdísar. Heilar heilsugæzlur voru einkavæddar með misjöfnum árangri. Einkavæða á nýtt sjúkrahótel Landsspítalans. Nú er reynt að kyrkja Landspítalann og bráðadeildir og framleiða þannig biðlista til að rýma fyrir einkarekstri. Kröfur magnast því um endurreisn norrænnar velferðar. 80.000 manns krefjast þess. Ríkisstjórnin er dauðadæmd.