Morgunblaðið birtir viðtal við Magnús Pétursson forstjóra, sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hrakti frá Landsspítalanum. Þar segir Magnús, að Guðlaugur sé að skera niður þjónustu, svo að einkaaðilar geti tekið við. Muni leiða til, að stöndugt fólk fái sér einkatryggingar til að fá fulla þjónustu. Magnús bendir á, að hjartalæknar séu búnir að slíta sig úr kerfinu. Þar verður hjartveikt fólk framvegis að borga, endurgreiðsla frá Tryggingastofnun dugar skammt. Hann spáir, að bæklunarlæknar komi næst. Ríkisstjórnin er að einkavæða sjúkdómana. Senn þarf pakkið að borga sjálft.