Einkavæðingunni hafnað

Punktar

Í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar sést mikið og vaxandi fylgi við opinberan rekstur heilbrigðismála. Stuðningurinn hefur aukizt frá svipaðri könnun fyrir níu árum. Þorrinn tekur opinberan rekstur fram yfir einkarekstur. Fylgi mælist varla við einkarekstur heilsugæslustöðva, endurhæfingarstöðva, heimahjúkrunar, hjúkrunarheimila og lýðheilsustarfs. Mikill meirihluti er fyrir ríkisrekstri annarra þátta, svo sem tannlækninga og læknastofa. Þjóðin hafnar einkavæðingu heilbrigðismála. Þvert á móti vill hún félagsvæða. Kristján Þór aflar því ekki fylgis á að rústa Landspítalanum að undirlagi ofsatrúar Óla Björns Kárasonar.