Argentína var á framfæri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eftir hrunið 2001. Sjóðurinn heimtaði mikið atvinnuleysi til að halda niðri launum og auka gróða fyrirtækja. Þegar atvinnuleysið var mest, fékk Argentína A í einkunn sjóðsins. Bólivía fékk svipaða meðferð. Víða í Suður-Ameríku heimtaði sjóðurinn að vatnslindir og vatnsveitur yrðu seldar einkafyrirtækjum. Það hafði miklar hörmungar í för með sér fyrir alþýðuna. Hnattvædd fyrirtæki keyptu mikið af innviðum Suður-Ameríku, svo sem vatn og orku. Sjóðurinn vill einkavæða vatn, rafmagn, vegi, heilsustofnanir, skóla, helzt allt.