Mesti glæpur bófa stjórnarflokkanna er að draga ríkisfé inn í einkavinarekstur með því að fjársvelta velferð á borð við Landspítalann. Næstmesti glæpur þessara bófa er að skera niður útgjöld hinna allra ríkustu. Of lág eru auðlindarenta og auðlegðarskattur. Þessi fjármissir er síðan notaður til svelta þjónustu, sem er undirstaða lífs hinna fátækustu. Peningar eru fluttir frá þeim 10%, sem minnst mega sín til hinna 5% sem öllu ráða. Þriðji glæpur bófanna er að gera pilsfald ríkisins að alfa og ómega gróðans. Þannig höfum við ríkisrekinn kapítalisma. Hann er versta hugsanlega fjármálastjórnin. Undir marklausu yfirskini nýfrjálshyggju.