Einkavinavæðing Borgunar til fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra kemur ekki á óvart. Þessi ríkisstjórn gengur fram af ofsa í einkavinavæðingu og mun senn reyna að einkavinavæða Landsvirkjun og jafnvel Ríkisútvarpið. Fólk af þessu tagi vinnur ekki fyrir sér, heldur seilist í vasa opinberra stofnana og fyrirtækja. Einkavinavæðing Borgunar fór fram í kyrrþey, án útboðs. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, afsakar einkavinavæðinguna með tilkynningu, sem ekki er heil brú í. Meðal annars segir hann, að hendur bankans hafi verið bundnar, hvað sem það nú þýðir. Nennir ekki lengur að vanda sig við að ljúga.