Einkavinavæðing Davíðs á viðskiptabönkunum hlaut óhjákvæmilega að leiða til ófarnaðar. Þegar við bættist skipulagður eftirlitsskortur hins opinbera, hlutu bankarnir að leiðast út í fjárhættuspil og sýndarmennsku. Leiðin frá einkavinavæðingu og eftirlitsskorti til bankahruns var bein og breið. Hrunið hófst ekki með Jóni Ásgeiri og Glitni. Heldur með því samanlagt, að klíka Davíðs fékk Landsbankann, klíka Halldórs fékk Kápþing og klíka Jóns Ásgeirs fékk Glitni. Allt var þetta innbyggt í peningaspekinni, sem Davíð rak eftir forskrift spámannsins Hannesar Hólmsteins. Því heitir þetta Davíðshrunið.