Einkunnarorð Íslendinga

Punktar

Flestar þjóðir hafa slagorð. Bandaríkjamenn hafa E Pluribus Unum og Andorrar hafa Virtus, Unita, Fortior. Íslendingar hafa ekki komið sér upp slagorðum. Landsbankinn hefur gert það, en skiptir að vísu um slagorð á þriggja mánaða fresti, tollir í tízkunni. Ég hef góða hugmynd að slagorðum fyrir Ísland: Afneitun, vænisýki, þjóðremba. Stóra afneitunin felst í að dá greifann mikla og slík viðrini fyrir að hafa stýrt landinu síðustu áratugi. Vænisýkin felst í að kenna útlendingum um það, sem aflaga fer í landinu. Og þjóðremban segir okkur, að Íslendingar séu klárastir og beztir, þótt dæmin sanni annað.