Einmana hamingja

Punktar

Flestir fjölmiðlar erlendis voru í gær ósáttir við loftslagsráðstefnuna í Nairobi, þar sem engin niðurstaða náðist önnur en að hefja endurskoðun Kyoto-bókunarinnar árið 2008. Erlendir stjórnmálamenn hafa heldur ekki reynt að fegra niðurstöðuna. Jónína Bjartmarz ein er hamingjusöm og segir vel hafa miðað. Samt voru Bandaríkin ekki aðili að niðurstöðunni og eiga þau þó mestan þátt í þeirri mengun andrúmsloftsins, sem þegar er orðin. Meðan þau eru ekki með, er til lítils að hverja til dáða þriðja heims lönd, sem nú fyrst eru að láta til sín taka í mengun.