Einn axlar ábyrgð

Punktar

“Ég axla mína ábyrgð”, er slagorð útrásarmanna eftir hrunið. Hvernig axla þeir sína ábyrgð? Með því að axla enga ábyrgð. Svona geta slagorð verið innantóm. Gunnar Páll Pálsson gengur þó lengra. Hitafundur í VR í gær ákvað, að trúnaðarmannaráð hittist innan tveggja vikna og hafi stjórnarkosningu í janúar. Í kosningunni ræðst framtíð Gunnars, formanns VR og stjórnarmanns í Kaupþingi. Sú stjórn afskrifaði tuga milljarða króna skuld bankagreifanna. Gunnar er dæmi um afvegaleiddan verkalýðsleiðtoga, er blindaðist af umgengni við auðmenn. Gætti ekki hagsmuna lífeyrissjóðs síns, olli milljarðatjóni.