Eini bankinn, sem ekki hrundi, var bankinn, sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi leggja niður. Íbúðalánasjóður hagaði sér skynsamlega, fór eftir gamalgrónum reglum og lánaði ekki út í loftið. Hann hefur tekið yfir íbúðalán bankanna, sem stjórnað var af fávísum og rugluðum grínistum. Hann tekur auðvitað þau lán yfir með viðeigandi afslætti. Meðan lánasöfn einkavæddu bankanna eru sárlasin og jafnvel dauð, stendur Íbúðalánasjóður keikur eftir. Velgengni hans er skínandi dæmi um gjána, sem er milli félagslegrar hugsunar í fjármálum og græðgisvæddrar frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins hins vegar.