Einn flokk vantar

Punktar

Vinstri grænir geta ekki tekið við öllum, sem flýja Samfylkinguna með óbragð í munninum þessa dagana. Vinstri grænir eru of langt til vinstri til þess. Og Samfylkingin er allt of langt til hægri í reynd, þótt stefnuskráin sé á miðjunni. Í kosningunum í vor þarf að bera fram lista með svipaða stefnu og Samfylkingin. Þar þarf bara að vera annað fólk í boði, heiðarlegt fólk og greint. Ekki viðbjóðurinn, sem kemur nú fram fyrir hönd flokksins á þingi og í stjórn. Aðeins þarf einn nýjan flokk til að uppfylla þarfir þjóðarinnar. Hann getur svo myndað viðreisnarstjórn með vinstri grænum eftir kosningar.