Einn kæfður, hinir lifa

Fjölmiðlun

Jeffrey White dómari í San Francisco hefur skipað netþjóni Wikileaks.org að loka fyrir þjónustuna. Wikileaks.org er frægt fyrir birtingu leyniskjala til að berjast gegn spillingu í samfélaginu. Það birti til dæmis skjöl um Abu Ghraib og Guantanamo, sem komu bandaríska hernum illa. Banki á Cayman-eyjum kærði birtingu skjala um peningaþvott og skattsvik. Lokun Wikileaks hafði þó engin áhrif, því að spegilmyndir hennar eru víða um heim. Svo sem í Belgíu, wikileaks.be, og Þýzkalandi, wikileaks.de. Lokunin hefur leitt til aukinnar athygli á efni vefsíðu, sem er meðal brýnustu fjölmiðla heims.