Einn kemur illu af stað

Punktar

Forustufólk stjórnarandstöðunnar er sammála um, að andinn á Alþingi hafi batnað verulega, þegar Sigmundur Davíð hvarf á brott og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við. Sigmundi Davíð er svo illa við andóf, að hann ræður ekki við sig. Sigurður Ingi hins vegar kemur fram eins og mannasættir. Því má búast við hinu versta, takist Sigmundi að halda formennsku í Framsókn og gera að nýju kröfu til stóls forsætisráðherra. Þá fer allt aftur í bál og brand, því Sigmundur kann lítið í mannlegum samskiptum. Er raunar meira eða minna sambandslaus við veruleikann og lifir eigin lífi inni í firrtum loforðum. Framsókn á bágt. þegar SDG tjáir sig.