Einu sinni fyrir langalöngu var ég ritari blaðamannafélagsins. Samdi fyrir hönd þess kröfugerð á hendur útgefendum. Fór með kröfuna til vararitara útgefendafélagsins, þar sem ég tók sjálfur við henni sem slíkur. Ekki mátti fara í hart með málsaðilum, mér og mér. Því var Eyjólfi Konráð Jónssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, falið alræðisvald í málinu að ráði deiluaðila. Fórst honum það vel úr hendi og voru allir sáttir að kalla. Mér dettur þetta stundum í hug, þegar ég fylgist með Vilhjálmi og Gylfa í sjónvarpinu. Hvor er Vilhjálmur og hvor er Gylfi? Þetta virðist vera einn og sami maðurinn.