Fréttablaðið hefur eftir OECD, að skattar hafi hækkað hér meira en víða annars staðar milli 2013 og 2014. Að venju hagstera eru bara nefndar breytingar, ekki undirliggjandi stærðir. Ekki er minnst á skattbyrðina. Í sama plaggi segir samt OECD, að skattbyrði sé ekki hærri hér en annars staðar í Evrópu. Blaðið forðast að nefna það. Meira að segja lægri en í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Belgíu og Frakklandi. Þau lönd hafa líka varið innviði á erfiðum tíma, en við ekki. Hefðum raunar átt að hækka skatta meira til að verja velferð, heilsu og menntun. Til dæmis með því að hækka auðlindarentu kvótagreifanna.