Einn stjórinn sér ljósið

Fjölmiðlun

Samkvæmt DV í dag heimilar slökkviliðsstjóri Suðurnesja fjölmiðlum að heyra útkallsrásir embættisins. Sigmundur Eyþórsson telur eðlilegt, að fjölmiðlar fái strax að vita, hvað sé á seyði, og séu vel upplýstir. Þessi stefna hans er afturhvarf til betri tíma. Þá tók Sveinn Þormóðsson myndir á vettvangi lögreglu og slökkviliðs í tæka tíð. Síðasta áratug hafa yfirmenn löggæzlu reynt að skrúfa fyrir aðgang fjölmiðla að vettvangi. Það náði hámarki með Tetra-samskiptakerfinu. Þetta er hluti af kontról-frík stefnu löggustjóra síðustu ára. Núna hefur einn embættismaður séð, að þetta var röng stefna.