Ásatrú er mikilvægur þáttur í siðfræði Íslendinga. Þjóðartrú á fyrstu öldunum arfleiddi komandi kynslóðir að siðfræði Hávamála. Landslög fram eftir öldum voru mótuð af germanskri hefð og enn höldum við jól. Á síðustu öldum kom Rómarréttur til sögunnar og gaf okkur siði þeirra laga, sem við nú búum við. Grískir siðir móta okkur líka. Grikkir tóku við kristni og þróuðu hana áfram, samanber Pál postula. Síðan komu endurreisn og franska byltingin, sem fluttu okkur grísk-rómverska hefð. Rangt er hjá þjóðkirkjumönnum að íslenzk siðmennt sé kristin. Kristni er einn þáttur af mörgum í þjóðinni. Einn af mörgum.