Einnota höfundar

Punktar

Hef ekki endurlesið Mýrina. Hún er góð, en ekki nógu góð til endurlestrar sjö árum eftir fyrsta lestur. Nokkrar bækur hef ég endurlesið á styttri tíma, Atómstöð og Kristnihald Halldórs Laxness. Tómas Jónsson eftir Guðberg Bergsson þrílas ég á fjórum árum. Mér finnst Arnaldur Indriðason einnota, góður í fyrsta sinn, en ekki til upprifjunar. Það er stór ákvörðun að endurlesa bókmenntir. Ég mundi því ekki kjósa hann sem bezta rithöfund þjóðarinnar. Beztur er of stórt orð. Ég tæki Halldór og Guðberg fram yfir hann. Sumar ævisögur Guðjóns Friðrikssonar nennti ég líka að tvílesa.