Brýnasta þrætubókin um bandarísku forsetakosningarnar er, að níutíu milljón bandarískir kjósendur vildu alls ekki kjósa Obama sem forseta. Eða þannig. Einhverra hluta vegna hefur ekki verið birt viðtal við Birgi Ármannsson eða aðra umboðsmenn ógreiddra atkvæða. Því hefur Mogginn ekki enn birt þrætubók á borð við þá, sem okkur var boðin eftir kosninguna um stjórnarskrá. Kannski var það bara einnota þrætubók. Var til dæmis ekki notuð í fyrravetur. Þá var Bjarni Benediktsson settur formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins af innan við helmingi kjörinna fulltrúa. Einnota þrætubækur eru bara einnota.