Einokun í bílaskoðun

Punktar

Frumherji hefur keypt Aðalskoðun og hafið einokun á skylduskoðun bíla. Þetta er á sömu bókina lært og önnur þjónusta í landinu. Endastöð samkeppni er einokun. Allir, sem vettlingi geta valdið, stunda samráð til að spara sér hremmingar markaðarins. Ef ekki finnast leiðir til að virkja samkeppni í landinu, verður að koma aftur á fót stýringu verðlags. Okkur vantar aðila, sem slær í borðið og segir, að árleg skoðun bíls megi aðeins kosta 3.000 krónur. Málsvarar samkeppni hafa ekki sett fram betri hugmynd um að þjóna almenningi.