Einokun og ostaskerar

Punktar

Einhvern tíma í sumar las ég texta eftir mann, sem hafði látið sér detta í hug þá frumlegu og sjálfsögðu hugsun, að skornu oststykkin frá Osta- og smjörsölunni þyrftu að passa í skurðbreiddir algengra ostaskera. Hann hafði rætt hugmyndina við ráðamann í einokuninni og sá hefði skilið, að þetta væri auðvitað til þæginda. Enginn hafði fundið upp á þessu snjallræði áður, líklega af því að fáum hefur komið til hugar, að unnt yrði að hnika einokunarstofnun á grundvelli þeirrar röksemdar, að breytingin yrði neytendum til hægðarauka. Auðvitað hefur ekkert gerzt í málinu síðan.