Sé í fréttum, að lestur Moggans hefur hrunið niður í 21%. Einstakir bloggarar eru um það bil að fara upp fyrir Moggann í lestri. Þetta er bein afleiðing af innreið Davíðs í Hádegismóa. Lestur Moggans er orðinn tæpur helmingur af lestri DV á velsældarárunum undir aldamótin. Þá eins og nú héldu ofsatrúarmenn, að nytsamlegt væri að eiga fjölmiðil. Óli Björn Kárason keypti auðugt DV árið 2001 fyrir milljarð og gerði gjaldþrota á átján mánuðum. Þess háttar hrun prentmiðla stafar ekki af alþjóðlegri hnignun fjölmiðla. Stafar af aðkomu manna með fjögur handarbök og tíu þumalputta. Hrun íslenzkra prentmiðla er bara mannanna verk.