Eins máls Hvíta hús

Punktar

Warren M. Christopher, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði grein í New York Times á gamlársdag, þar sem hann segir sagnfræðina sýna, að starfslið forsetans í Hvíta húsinu sé ófært um að hugsa um fleiri en eitt vandamál í einu. Það sé ekki af hernaðarlegum eða fjárhagslegum ástæðum, heldur skipulagslegum, að Bandaríkin geta aðeins háð eitt stríð í einu. Christopher telur þrotlausan áhuga Hvíta hússins á undirbúningi stríðs við Írak dreifa athygli þess frá brýnni vandamálum, svo sem fjölgun hryðjuverka og orsökum þeirra í deilu Ísraels og Palestínu, sem hvort tveggja er óviðkomandi Saddam Hussein. Christopher telur þó öryggi Bandaríkjanna stafa mest hætta af framleiðslu atómvopna og langdrægra eldflauga í Norður-Kóreu. Eins máls Hvíta hús ætti fyrst og fremst að beina orku sinni að þeim vanda.