Eins manns flokkur

Punktar

Ríkisstofnunin Persónuvernd er eins manns stjórnmálaflokkur, sem reynir að knésetja lýðræði. Stjórnmálaflokkurinn er angi fjölþjóðlegs sértrúarhóps embættismanna og vandamálafræðinga. Þeir vilja byrgja fyrir sýn almennings á gangverkið í samfélaginu. Þeir vilja breiða slæðu yfir gegnsæi, sem er helzta forsenda lýðræðis. Gegnsæi er að minnsta kosti eins mikilvægt og kosningar. Fyrst og fremst eru það mafíur, ofbeldishópar, einræðisherrar, harðstjórar og aðrir slúbbertar, sem hafa hag af stefnu sértrúarhópsins. Stofnunin Persónuvernd er óvinur lýðræðisins nr. 1. Hana ber að afskaffa.