Eins og á Sikiley

Punktar

Kjósendur hafa ákveðið sig, valið sér ímyndaða framtíð. Tóku ímyndaða staðfestu fram yfir ímyndaða endurræsingu. Að vísu græddu Píratar og Vinstri græn ellefu þingsæti og Flokkurinn bara eitt. Það nægir bara ekki, því að Viðreisn hallar sér til hægri. Næst verður hægt að velja eftir fjögur ár. Þá verða auðmjúkir hlutfallslega fleiri, því ungt fólk nennir ekki lengi að standa uppi á hárinu á hálsbindum. Erum varanlega komin á frjálshyggjubraut með verri velferð og allan arð til allra ríkustu. Veruleikinn er bara svona: Of margir Íslendingar telja bófaflokka hæfasta til að stjórna volaðri þjóð. Eins og á Sikiley og í Napólí.