Ef ég er í Tyrklandi, fer ég úr skónum, þegar ég geng inn í mosku. Af því að þar er til þess ætlazt. Ef ég er í Sádi-Arabíu, forðast ég áfengi. Af því að þar er til þess ætlazt. Þetta eru þættir af reglunni: Þegar þú ert í Róm, hagar þú þér eins og Rómverjar. Ég segi ekki múslimum, hvernig þeir eigi að haga sér í heimalöndum þeirra. En ég ætlast til hins sama af þeim. Ég ætlast til, að þeir hagi sér eins og Íslendingar, þegar þeir eru á Íslandi. Finnst fráleitt, að fulltrúi múslima komi hér fram í fjölmiðlum með framandi forskrift um, af hverjum ég megi ekki teikna skrípamyndir.