Árum saman og áður en IceSave varð til kvartaði ég tíðum yfir forheimsku og ábyrgðarleysi Íslendinga. Átti auðvitað við fjölmenna hópa, en ekki þjóðina alla. Nú hefur þetta verið staðfest enn einu sinni. Kjósendur höguðu sér eins og karlinn, sem braut húsið sitt á Álftanesi til að mótmæla kerfinu. Reið og heimsk þjóð hafnaði frábærum friðarsamningi við útlönd. Heimtar að fá að sýna öllum málsaðilum fingurinn. Þar á meðal útlöndum, ríkisstjórn, Bjarna Benediktssyni og yfirstéttinni. Verður dýrkeypt, tefur efnahagslegar framfarir okkar um nokkur ár. Heimsk þjóð fær það ástand, sem hún á skilið.