Einkennisorð hrunverja eru Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur: “hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda”. Hún var að tala um hinn virta Richard Thomas. Hann gagnrýndi aðgerðaleysi stjórnar Geirs Haarde fyrir hrunið. Þannig var valdastéttin á velgengnistíma Þorgerðar. Lausbeizluð frjálshyggja réð ríkjum. Allt fína fólkið var að græða hundruð milljóna út á alls ekki neitt. Tryggi Þór Herbertsson samdi bullskýrslur um, að allt væri í fínu lagi. Lýsing Stefáns Ólafssonar prófessors er rétt: Valdastéttin var gegnsýrð af hroka, fyrirgangi og siðleysi, eins og títt er um rétttrúnað.