Framsóknarflokkurinn var eins álvers flokkur. Á löngum valdatíma kom hann upp einu álveri með ríkisábyrgð og niðurgreiðslu á raforku. Samfylkingin stefnir að meiri árangri. Á helmingi styttri valdatíma reisir hún helmingi fleiri álver. Óvíst er, að ríkisábyrgðum og niðurgreiðslum verði beitt að þessu sinni. Hitt er ljóst, að fleiri álver draga úr sókn okkar inn í nýja atvinnuvegi. Álverum hefur ekki fylgt nein hátækni, sem byggist á forritun og viðskiptum. Þau eru heimsins dýrasta aðferð við að vernda frumvinnslu. Örlög Samfylkingarinnar geta því orðið hastarlegri en örlög Framsóknar.