Eftir einstæð afrek í fjármálum þjóðarinnar njóta flokkar ríkisstjórnarinnar fylgis rúmlega helmings kjósenda. 25% styðja Sjálfstæðið og 28% styðja Samfylkinguna. Meira þarf ekki að segja um greindarstig þjóðar, sem þessir tveir flokkar hafa gert gjaldþrota. Á fagmáli siðfræðinga heita það “landráð af gáleysi”, stutt af meirihluta þjóðarinnar. Hún hefur nefnilega þá stjórn, sem hún á skilið. Hún hefur af því einu áhyggjur, að einhver sletti skyrinu. Oj barasta.