Afrek stjórnlagaráðs felst fyrst og fremst í að hafa náð fullkominni sátt um orðalag nýrrar stjórnarskrár. Þótt ráðið sé sundurleitt, náði það saman. Slíkt hefðu íslenzkir pólitíkusar aldrei getað. Í öðru lagi er textinn skýr og einfaldur, nema þar sem lagatæknar hafa komið sínum puttum að. Texti lagatækna er loðinn og órökvís, t.d undantekningar, “ef nauðsyn ber til”. Tel, að banna beri aðkomu lagatækna að lagatexta. Loðmulla þeirrs verður jafnan síðar haldreipi sérfræðinga í orðhengilshætti. Áður hef ég gagnrýnt innihald frumvarpsins, en viðurkenni, að í heild er sáttin sögulegt afrek.