Enginn forsætisráðherra á Vesturlöndum stendur upp til svara á þingi án þess að svara spurningunni. Nema einn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Slíkur væri talinn yfirmáta dóni erlendis og óhæfur til pólitískrar þjónustu. En hér kemst hann upp með að svara engu og tala bara um eitthvað annað. Honum er jafnvel hrósað af blaðamönnum, er telja það vera plús, að hann gargi þó ekki á fyrirspyrjanda. Sýnir ástand þjóðfélags, ástand stjórnmála og ástand fjölmiðlunar í vesælasta landi vestrænnar siðmenningar. Svo er spurning, hvort skrautleg hegðun hans er í senn dónaskapur, heimska og tilfinningaleysi fyrir mannlegum samskiptum.