Yfirgangur kvótagreifa er einstæður í samfélaginu. Núna segjast þeir stöðva sjávarútveginn, fái þeir ekki sitt fram. Hótunin sýnir í hnotskurn, hvers vegna þjóðin þarf að ná auðlindinni til baka. Kvótagreifar hafa í rauninni rænt henni og veðsett hana upp í topp til að braska í útlöndum. Nota hluta ofsagróðans til að gera út Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkinn til að gæta sérhagsmuna sinna. Ríkisstjórn átti aldrei og á ekki að reyna sættir við þá, heldur þarf hún að sætta þjóðina. Fánýtt er að reyna sættir við sérhagsmuni, sem magnast upp við hverja eftirgjöf. Setjum allan kvóta á markað. Strax.