Einveldi engilsaxa í fjölmiðlun er hrunið. AP og Reuters stjórna ekki lengur fréttum heimsins. Agence France-Presse er orðin jafn sterk og þær tvær. Al Jazeera er orðinn fréttastofa múslima og Todo Noticias er orðin fréttastofa Suður- og Mið-Ameríku. Sólarhrings-fréttasjóvarp er komið víða um heim, svo sem í Líbanon og Tyrklandi. Fox og CNN og Sky eru bara peð með öðrum peðum á skákborðinu. Svo er netið komið með alls konar fréttum framhjá hliðvörðum engilsaxa, til dæmis VikiNews, þar sem allir segja fréttir. Murdoch og Bandaríkjastjórn hafa engin tök á heimsfréttunum, bara heimafréttunum.