Eiríkur ekki formaður

Punktar

Ég man eftir Eiríki Tómassyni prófessor, þegar hann var sendisveinn á dagblaðinu Tímanum fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Hann var þá mikill framsóknarmaður og bar hag Tímans fyrir brjósti. Hafði réttlátar áhyggjur af leti blaðamanna, enda vorum við hálfgerðir fylliraftar. Leit á sig sem eins konar skrifstofustjóra. Síðan hef ég stundum lesið sitthvað af því, sem Eiríkur hefur skrifað í blöð. Það virðist mestmegnis lögfræðilega heilsteypt. Nú neitar hann að verða formaður. Enda yrði hann svipaður formaður Framsóknar og Jón Sigurðsson. Góður skipstjóri, sem ekki fiskar.